Veitingastofan

Hringurinn hefur starfrækt veitingastofu í anddyri Barnaspítalans frá árinu 2003. Þar eru seldar léttar veitingar, s.s. súpa, smurt brauð, mjólkurvara, kaffi og kökur. Veitingastofan er fyrst og fremst ætluð fyrir aðstandendur barnanna, en starfsfólk spítalans sækir einnig veitingastofuna mikið.  

Sýningar- og söluskápur
Settur hefur verið upp í anddyri Barnaspítalans sýningarskápur með handavinnu Hringskvenna. Þar má sjá ýmsa gjafavöru, s.s. skírnar- og sængurgjafir, sem gestir og gangandi geta keypt og þannig styrkt Barnaspítalasjóð Hringsins.