Um Hringinn

Hringurinn er kvenfélag, stofnað árið 1904. Félagið  hefur að  markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins. Mörg önnur verkefni, sem tengjast veikum börnum, hafa verið studd og styrkt, þeirra á meðal Barna- og unglingageðdeildin og ýmis sambýli fyrir fatlaða svo fátt eitt sé talið.

Í félaginu eru nú um 360 konur á öllum aldri. Félagsfundir eru haldnir einu sinni í mánuði á veturna, félagskonum til fræðslu og skemmtunar. Starfsemin byggist hins vegar fyrst og fremst á því mikla starfi sem fram fer í nefndum félagsins.

Fjáröflunarleiðirnar eru söfnunarbaukar, sem staðsettir eru víða, s.s. í Leifsstöð, jólakaffi og happdrætti, sem haldin eru á aðventunni á hverju ári, jólabasarinn, sem haldinn er í nóvember á hverju ári, minningarkortin, sem seld eru allt árið, jólakortin, jólanæla og veitingasalan í Barnaspítalanum.

Til styrktaraðila:
Kennitala Barnaspítalasjóðs er 640169-4949 og reikningsnúmer er 0101-26-054506
Formaður Hringsins er Anna Björk Eðvarðsdóttir - annabjork@hringurinn.is Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. - gsm: 894 5103.

 

Stjórn Hringsins 2019-2020
Anna Björk Eðvarðsdóttir, formaður.
Vilborg Ævarsdóttir, varaformaður.
Elín Ögmundsdóttir, ritari.
Elín Björk Ásbjörnsdóttir, gjaldkeri.
Pálína Sveinsdóttir, meðstjórnandi.

Varastjórn:
Guðrún Björnsdóttir.
Margrét Björnsdóttir.
Guðlaug Daðadóttir.
Guðrún Þóra Arnardóttir.