Styrkja Hringinn

Hringskonur vinna allt árið um kring að því að safna fé í Barnaspítalasjóðinn. Sala jólakorta, jólakaffi, -basar og -happdrætti eru fastir liðir í starfseminni. Aðrir stórir liðir eru Gjafahornið, þar sem seld er handavinna Hringskvenna, sala minningarkorta og tækifæriskorta og fjáröflunarbaukar sem eru víða, til dæmis í Leifsstöð.

Margt annað má nefna eins og að stórfyrirtæki gefur Hringnum allar dósir og plastflöskur sem falla til.

Allt fé sem Hringskonur safna, gjafir og áheit rennur óskipt í Barnaspítalasjóð Hringsins. Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu, yfirbygging félagsins er engin og félagið rekið með félagsgjöldum Hringskvenna sjálfra.

Kennitala Barnaspítalasjóðs er 640169-4949 og reikningsnúmer er 0101-26-054506.

Formaður Hringsins er Anna Björk Eðvarðsdóttir - annabjork@hringurinn.is

Upplýsingar um söfnunarleiðir Hringsins eru hér fyrir neðan.

 

Minningarkort

Minningarkortin eru seld hér á vefnum. Einnig er hægt að panta með því að hringja í síma 847-7479 (Kristín Klara) og 664-8481 (Margrét Björnsdóttir).

Panta minningarkort

Fjáröflun tengd jólum

Fjáröflun Hringsins í aðdraganda jóla er mikilvæg. Sala jólakorta, Jólabasar og Jólakaffi með sínu víðfræga happdrætti eru fastir liðir í starfseminni.

Myndin er af jólakort Hringsins 2018. Það er eftir listakonuna Kristínu Gunnlaugsdóttur. 

Jólakortin eru seld átta í pakka á 1.500.- krónur. Einnig er hægt að kaupa jólamerkimiða.

Jólabasar Hringsins 2018 verður sunnudaginn 4. nóvember kl. 13 á Grand Hóteli við Sigtún.

Jólakaffi Hringsins og happdrætti 2018 verður sunnudaginn 2. desember kl. 13:30 í Hörpu.

 

Tækifæriskort

Kortin eru til sölu á félagsfundum og vinnufundum korta- og jólabasarnefnda. Einnig er hægt að hringja í Sonju í síma 8632357 eða Bryndísi í síma 8644262. Kortin eru seld sex í pakka. - Þrjú stór (10x10 cm), með umslögum og þrjú minni (6x7 cm). Pakkinn kostar kr. 1.000.-

Heiðursgjafabréf og söfnunarkassi

Hægt er að senda brúðhjónum, afmælisbörnum og öðrum sem fagna merkum áföngum sérstakt Heiðursgjafabréf Hringsins. Í bréfinu er tilkynnt að viðkomandi hafi af nefndu tilefni gefið peningaupphæð í Barnaspítalasjóðinn.

Þeir sem fagna afmælum og öðrum stóráföngum geta fengið lánaðan fjáröflunarkassa Hringsins og biðja gesti um að láta fé renna til Barnaspítalans í stað þess að gefa gjafir.

Áhugasamir sendi póst á hringurinn@hringurinn.is

Gjafahornið

Í Gjafahorninu er seld handavinna Hringskvenna.

Gjafahornið er með sölu í anddyri Barnaspítalans fyrsta þriðjudag í mánuði kl. 9 - 12. Einnig í félagsheimili Hringsins, Nethyl 2, kl. 16 - 18 á mánudögum.