Hringurinn hefur samþykkt að gefa Landspítalanum stoðir sem notaðar eru við aðgerðir á þvag-, kynfærum og endaþarmi 3-6 ára barna. Stoðirnar kosta um 900 þúsund krónur. Stoðirnar eru með hraðklemmum til að festa á skurðarborð. Þær stoðir sem nú eru notaðar eru komnar til ára sinna og ekki hefur fengist fjárveiting til kaupa á nýjum.