Hringurinn gefur Vökudeild sex öndunarvélar

Á félagsfundi Hringsins 1. mars s.l. var samþykkt að gefa Vökudeild Barnaspítalans sex nýjar öndunarvélar ásamt fylgibúnaði. Vélarnar kosta tæpar 26 milljónir króna.

Í byrjun febrúar samþykkti Hringurinn einnig að veita Vökudeildinni styrk vegna endurnýjunar á gjörgæslukerfi. Meðal annars verða keyptir 14 nýir gjörgæsluvagnar. Styrkurinn er upp á kr. 12.950.000.-  

Hringurinn hefur því veitt styrki til Vökudeildarinnar upp á tæplega 39 milljónir króna það sem af er árinu.