Reykjavíkurmaraþonið - lokaspretturinn

Reykjavíkurmaraþonið er mikilvæg fjáröflun fyrir Barnaspítalasjóð Hringsins. Fjölmargir flottir hlauparar hafa ákveðið að leggja málefninu lið og hlaupa fyrir Barnaspítalann, Vökudeildina, BUGL og fleiri mikilvæg verkefni sem sjóðurinn leggur lið.

Við hvetjum vini og velunnara Hringsins að heita á hlauparana okkar. - Margt smátt gerir eitt stórt!

Upplýsingar eru á hlaupastyrkur.is

Barnaspítalasjóður á hlaupastyrkur.is