Nýjar styrkveitingar Hringsins til tækjakaupa fyrir Barnaspítalann nema 16,5 milljónum króna.

Nýjar styrkveitingar

Hringurinn hefur samþykkt að gefa Barnaspítalanum ný tæki fyrir 16,5 milljónir króna. Keyptir verða fjórir lífsmarkavaktarar ásamt fylgibúnaði sem eru fyrir nýfædd börn sem þurfa tímabundið eftirlit eftir fæðingu. Tækin kosta samtals rúmar 5,5 milljónir króna. Einnig mun Hringurinn gefa Radiometer ABL blóðgasamælitæki, sem er nauðsynlegt að hafa á öllum gjörgæsludeildum. Eldra tækið er orðið gamalt og því kominn tími til að endurnýja það. Tækið mælir sýrustig blóðs og hlutþrýsting súrefnis og koltvísýrings í blóði . Einnig mælir það magn blóðrauða, blóðsykur, helstu sölt, gallrauða og mjólkursýru í blóði. Tækið verður á Vökudeidinni og kostar rétt tæpar 11 milljónir króna.