Jólafjáröflun 2018

Fjáröflun tengd jólum er mikilvægur þáttur í starfi Hringsins. 

 

Jólakort Hringsins 2018 er eftir listakonuna Kristínu Gunnlaugsdóttur. 

 

Jólabasar Hringsins verður á Grand Hóteli við Sigtún sunnudaginn 4. nóvember og hefst kl. 13.

 

Jólakaffi Hringsins með sínu víðfræga happdrætti verður í Hörpu sunnudaginn 2. desember.

 

Hringurinn þakkar velunnurum stuðninginn. Eins og alltaf rennur allur ágóði óskiptur í Barnaspítalasjóð Hringsins. Yfirbygging Hringsins er engin og allt starf unnið í sjálfboðavinnu.