Jólafjáröflun Hringsins 2019

Jólakort Hringsins 2019.

Jólakort Hringsins 2019.

Fjáröflun tengd jólum er mikilvægur liður í starfsemi Hringsins.

Jólakort Hringsins 2019 er eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval. Myndin heitir Blómakarfa á borði. Hringurinn þakkar höfundarrétthafa og Sverri Kristinssyni eiganda verksins.

Sala Jólanælunnar er nýjung í fjáröflun félagsins. 

Jólabasar Hringsins verður á Grand Hótel Reykjavík sunnudaginn 3. nóvember. Húsið opnar kl. 13.

Jólakaffi Hringsins með víðfrægu Jólahappdrætti verður í Hörpu sunnudaginn 1. desember.

 

Allur ágóði rennur óskiptur í Barnaspítalasjóð Hringsins. Allt starf Hringsins er unnið sjálfboðavinnu og yfirbygging félagsins er engin.