Nú er aftur komið að hinum víðfræga jólabasar Hringsins, en vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður hann með breyttu sniði í ár.
Í þetta skiptið mun Hringurinn halda úti PopUp verslun á 1. hæð Smáralindar og verður hún opin frá 21. nóvember til 6. desember. Svo nú gefst ykkur meira en tvær vikur til þess að koma í heimsókn og krækja ykkur í glæsilega handgerða muni, jólakort og gómsætar kökur & veitingar til styrktar verðugu málefni!