Hringurinn gefur þrjú ómtæki

Á félagsfundi Hringsins var samþykkt að gefa þrjú ómtæki sem samtals kosta um 28 milljónir króna. Fósturgreiningardeild Kvennadeildar Landspítalans fær tvö ný ómtæki og Bráðamóttaka í Fossvogi eitt.

Annað ómtæki Fósturgreininardeildarinnar fer á nýja skoðunarstofu en hitt er kemur í stað eldra tækis. Árlega eru framkvæmdar 11 þúsund ómskoðanir á fósturgreiningardeildinni en allar þungaðar konur koma tvisvar á meðgöngu í ómskoðun. Ef vandamál greinist hjá barni er oft þörf á fleiri ómskoðunum. Þá er vandi barnsins kortlagður eins vel og hægt er á meðgöngu og koma þess í heiminn undirbúin í samvinnu við lækna Vökudeildar og skurðlækna Barnaspítalans.

Árlega leita 15 þúsund börn til Bráðamóttöku í Fossvogi. Það getur skipt sköpum fyrir börn með lífsógnandi áverka að réttur tækjabúnaður sé til staðar til að greina sem fyrsta alla alvarlega áverka en sumir þeirra eru innvortis og sjást ekki nema með ómskoðun.

Síðustu mánuði hafa Hringnum borist óvenju margar beiðnir um háar styrkupphæðir. Auk ómtækjanna hefur Hringurinn gefið eftirtalinn tækjabúnað frá áramótum:

- Endurnýjun á gjörgæslukerfi Vökudeildar 12.950.000.-

- Sex nýjar öndunarvélar ásamt fylgibúnaði á Vökudeild Barnaspítalans, samtals 26 milljónir króna.

- Rafstýrt lyftubaðkar fyrir Rjóðrið, 1,7 milljónir króna.

- Ísbjörninn Hringur 500 þúsund krónur.

- Hjarta- og brjóstholsskurðlækningar á LSH við Hringbraut 4,2 milljónir króna til að kaupa blóðstorkumæli.

- Skurðstofa E-5 á LSH Fossvogi 3,4 milljónir króna til að kaupa linsur til aðgerða á eyrum barna og berkjuspeglunartæki.

- Bráðamóttaka LSH í Fossvogi, endurnýjun á leikherbergi, 1.340.000.-

Styrkir Hringsins frá áramótum nema því um 78 milljónum króna.