Skeljungur gefur eina milljón

Í ár var tekin sú ákvöðun hjá Skeljungi að gefa ekki jólagafir til viðskiptavina eins og hefð hefur verið fyrir hjá fyrirtækjasviði félagsins, heldur rennur sama upphæð til góðra málefna. Málefnin sem urðu fyrir valinu í ár eru Hringurinn og Kraftur. Hvort félag hlýtur eina milljón króna í styrk. Hringurinn þakkar innilega fyrir þessa rausnarlegu gjöf

Á myndinni eru frá vinstri: Sigurður Orri Jónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Skeljungs,  Valgeir Baldursson, forstjóri Skeljungs, Sonja Egilsdóttir formaður Hringsins, Sigrún S. Hafstein varaformaður Hringsins og Katrín M. Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Skeljungs.