Söfnuðu fyrir Hringinn á góðgerðardegi

Grunnskólinn í Hveragerði gaf góða gjöf í Barnaspítalasjóð Hringsins. Nemendur skólans héldu góðgerðardag 1. desember og söfnuðu rúmlega 1,3 milljónum króna. Upphæðin var síðan afhent fulltrúum Hringsins 15. desember á hinum árlega opna gangnasöng. - Við sendum bestu jólakveðjur og þökkum innilega fyrir dugnaðinn og hugulsemina.

Heimsókn í Hveragerði.
Fulltrúar Hringsins, Gígja Marín Þorsteinsdóttir formaður nemendafélagsins og Tryggvi Hrafn Tryggvason, yngsti nemendi skólans.