Hér getur þú pantað minningarkort og með því styrkt Hringinn í minningu þess sem hefur fallið frá.
Hringskonur vinna allt árið um kring að því að safna fé í Barnaspítalasjóðinn. Allt fé sem safnast rennur óskipt í sjóðinn.
Sala jólakorta, jólanælu, Jólabasar og Jólakaffi með sínu víðfræga happdrætti eru stór þáttur í fjáröflun Hringsins.
Hringurinn hefur starfrækt veitingastofu í anddyri Barnaspítalans frá árinu 2003. Þar eru seldar léttar veitingar, s.s. gómsætir og hollir hádegisréttir, smurt brauð, mjólkurvara, kaffi og kökur. Opið er virka daga frá kl. 8 til 15.